Episodes

Tuesday Sep 07, 2021
#19 Guðrún Sóley - Þakklæti og mótlæti
Tuesday Sep 07, 2021
Tuesday Sep 07, 2021
Fjölmiðlakonan og sólargeislin hún Guðrún Sóley var að njóta lífsins eftir hot yoga tíma á Akureyri þegar að ein vel sveitt kona úr tímanum kemur og truflar hana til að spyrja hvort að hún sé ekki til í að koma í spjall í hlaðvarpsþátt. Eitt leiddi af öðru og hingað erum við komnar til að ræða málin. Guðrún sagði mér frá bakgrunni hennar í dansi, hvernig hún byrjaði í fjölmiðlum og hversu mikilvægt þakklæti og jafnvægi er í okkar daglega lífi. Við ræddum einnig mótlæti, neikvæða gagnrýni og hvernig maður tæklar það að taka hluti ekki of nærri sér. Það var virkilega skemmtilegt að spjalla við Guðrúnu Sóley, njótið!
IG: @gudrun_soley & @katavignis

Tuesday Aug 31, 2021
#18 Karen Björg - Ekki konan hans Péturs Jóhanns
Tuesday Aug 31, 2021
Tuesday Aug 31, 2021
Uppistandarinn hún Karen Björg var í sumarfríi á æskuslóðum sínum á Grenivík þegar hún skutlaðist yfir til Akureyrar til að drekka vatnsglas með mér í sjóðheitu stúdíói. Hún sagði mér frá fyrsta uppistandinu sínu, tímanum þegar að hún bjó með módelfitness pari í London og hvernig ferilinn hennar sem bæði handritshöfundur og uppistandari hefur farið á flug á síðastliðnum árum. Við ræddum tísku áhuga hennar, mun á vinum okkar fyrir norðan vs fyrir sunnan og svo auðvitað atvikið þar sem kemur í ljós að hún er ekki konan hans Péturs Jóhanns. Karen er geggjuð og ég hlakka til að mæta á uppistand með henni sem fyrst, njótið vel.
IG: @karenbjorg @katavignis

Tuesday Aug 24, 2021
#17 Anton Líni - Það er alltaf einhver leið
Tuesday Aug 24, 2021
Tuesday Aug 24, 2021
Farðu úr bænum er mætt aftur eftir sumarfrí og ég ætla að byrja á því að bjóða ykkur hjartanlega velkomin í viðtalið mitt ég þekkti hann áður en að hann varð heimsfrægur! Tónlistarmaðurinn Anton Líni kíkti til mín í spjall en hann er búsettur í Berlín um þessar mundir. Við ræddum tónlistina, tilvistarkreppuna og pressuna að þurfa að gera eitthvað geggjað við líf sitt. Eins og sumir muna kannski eftir þá lenti Anton ásamt fjölskyldu sinni í stórum bruna þegar að hann var 3,5 ára og var sá eini sem komst lífs af. Virkilega gaman að fá að spjalla við þennan snilling.
IG: @antonlinih & @katavignis

Tuesday Jun 08, 2021
#16 Tískuspjall við fatahönnuði - Hvað er að gerast í tískuheiminum?
Tuesday Jun 08, 2021
Tuesday Jun 08, 2021
Ég fékk til mín fjóra íslenska fatahönnuði til að spjalla um það helsta sem er að gerast í tísku heiminum í dag. Vissuði til dæmis að fast fashion er talið meira mengandi en flug? Af hverju ættum við að leggja okkur fram við að kaupa frekar fatnað sem telst til hægrar tísku (slow fashion) frekar er hraðrar tísku (fast fashion)? Þetta og margt fleira, til dæmis var mjög gaman að spjalla um þeirra hönnun, fylgihluti og sýningar!
Hlín Reykdal er skartgripa og fylgihlutahönnuður @hlinreykdalstudio
Helga Lilja er með fatamerkið Bið að heilsa niður í Slipp @bahns_rvk
Eygló er með fatamerkið Eygló @eygloreykjavik
Dúsa er fatahönnuður og á Stefánsbúð @stefansbud
Hlín, Helga og Eylgó eru allar eigendur verslunarinnar Kiosk @kioskgrandi
Takk fyrir að hlusta og endilega subscribea!

Tuesday Jun 01, 2021
#15 Anita Hirlekar - Hannaði föt fyrir Kanye West
Tuesday Jun 01, 2021
Tuesday Jun 01, 2021
Fatahönnuðurinn Anita Hirlekar kom og sagði mér frá þeim ævintýrum sem hún hefur lent í vinnandi í hátískubransanum í París, Ítalíu, London og hérna heima. Fyrsta atvinnuviðtalið hennar yfir höfuð var við Dior (mitt var við gistiheimili út í sveit...) og síðan þá hefur hún unnið í hinum ýmsu stór verkefnum og hannaði til dæmis peysur fyrir Kanye West. Anita hafði fjölmargar skemmtilegar sögur að segja sem dæmi má nefna að þegar að hún vann hjá Dior hannaði hún dúkku handa leikkonunni Marion Cotillard og náði að móðga hana í leiðinni.
Takk fyrir að hlusta og endilega subscribea!
Hérna getiði skoðað fötin hennar Anitu: anita-hirlekar.shop
IG: @katavignis & @anita_hirlekar
Mæli með að kíkja á GÓ training (@goodmundur á instagram) fyrir skemmtilegar æfingar á Akureyri út júlí!

Tuesday May 25, 2021
#14 Silja Björk - Jákvæð líkamsímynd
Tuesday May 25, 2021
Tuesday May 25, 2021
Rithöfundurinn og aktívistinn hún Silja Björk kom í stúdíóið til að spjalla um líkamsvirðingu og "Body Positivity" samfélagið. Við töluðum um meðal annars um Hollywood stjörnurnar, fitufordóma, blessaða BMI stuðulinn og afhverju sumum finnst að grannt fólk megi ekki vera með í því að tala um jákvæða líkamsímynd.
Takk fyrir að hlusta og munið að subscribea!
IG: @katavignis & @siljabjorkk

Tuesday May 18, 2021
#13 Unnur Anna - Óvænt ólétta og meðgönguþunglyndi
Tuesday May 18, 2021
Tuesday May 18, 2021
Unnur varð óvænt ólétt 21. árs gömul á meðan að hún bjó ein í Los Angeles, við tóku erfiðir tímar þar sem hún þurfti að hugsa lífið upp á nýtt. Henni fannst eins og hún væri að bregðast öllum í kringum sig og glímdi við mikinn vanlíðan þar sem að hugmyndin um hið "fullkomna" líf átti ekki lengur við. Hún sagði mér frá meðgönguþunglyndinu, hvernig hún kynnist manninum sínum sem vinnur við gerð Hollywood mynda og frá því þegar að hún hitti Ariana Grande! Í dag er Unnur ljósmyndari, sýningastjóri og danskennari sem lætur ekkert stoppa sig og er ekki mikið að stressa sig á því að plana lífið langt fram í tímann!
Takk fyrir að hlusta og munið að subscribea!
IG: @katavignis & @unnuranna & @unnurannaphotography

Tuesday May 11, 2021
#12 Björgvin Franz - Ég setti kökukeflið í nærbuxnaskúffuna
Tuesday May 11, 2021
Tuesday May 11, 2021
Einn ástsælasti leikari þjóðarinnar hann Björgvin Franz Gíslason kíkti í kaffi og hitaði sig upp fyrir sýningarhelgi. Við ræddum um sögusagnir um klíkuskap í bransanum, verstu giggin hans sem við hlógum mikið af og margt fleira. Hann sagði mér frá hugarfarinu sínu gagnvart prufum sem er svo sannarlega til fyrirmyndar og minnti okkur svo öll á að lífið er í raun bara ein stór áhætta. Maður fær gott í hjartað við að hlusta á þennan frábæra leikara segja frá, þvílíkur snillingur.
Takk fyrir að hlusta og munið að subscribea!
IG: @katavignis & @bjorgvinfg
Endilega kíkið á @goodmundur á instagram fyrir ótrúlega fjölbreytt og skemmtileg hreyfinámskeið!

Tuesday May 04, 2021
#11 Árni Beinteinn - Ég átti að taka upp brúðkaupsnóttina þeirra
Tuesday May 04, 2021
Tuesday May 04, 2021
Léttur, ljúfur og kátur er góð lýsing á leikaranum Árna Beinteini sem og þessum þætti. Hef sjaldan hlegið jafn mikið í tökum og það er allt kostulegu sögunum hans Árna að þakka. Fluttur upp á sjúkrahús í hvítum geimverubúningi með 2 stigs bruna á fæti, slasaðist á viðkvæmu svæði í úlfa búningi fyrir framan fullt af fólki og síðan er það sagan með brúðkaupsnóttina...
Árni er algjör dugnaðarforkur sem horfir ekki á Netflix, enda hefur hann nægan tíma til þess í ellinni. Svo deilir hann líka ákveðni lífsreynslu með engum öðrum en Ed Sheeran!
Takk fyrir að hlusta!
IG: @katavignis & @beint1

Tuesday Apr 27, 2021
#10 Björk Óðins - Fósturmissir og jákvætt hugarfar
Tuesday Apr 27, 2021
Tuesday Apr 27, 2021
Björk Óðinsdóttir crossfittari lenti í 2. sæti á EM, keppti á Heimsleikunum og er fyrrverandi landsliðskona í fimleikum. Hún kom til mín í einstaklega hreinskilið og skemmtilegt spjall. Hún sagði mér frá því þegar að hún fór í fóstureyðingu 17 ára gömul og því þegar að hún missti fóstur árið 2018. Þessu fylgdi mikil skömm og hvorki umhverfið á spítalanum né samfélaginu að hjálpa. Björk er jákvæð, opin og sannarlega með hugarfar atvinnumannsins.
Eitt enn... ætli Björk sé með mesta instagram fylgjendur af þeim sem búa á Akureyri? Mér vantar amk bara 98.000 manns til að ná henni, þetta kemur allt með kalda vatninu krakkar mínir.
Hlustið, njótið, subscribeið og deilið!
IG: @katavignis & @bjorkodins